31.12.2020
Í dag er síðasti séns til að tryggja sér árskort hjá okkur á tilboði. Því miður er lítill snjór á skíðasvæðinu hjá okkur og í Bárubraut en troðinn verður gönguhringur á knattspyrnuvellinum og verður hann tilbúinn fyrir hádegi.
24.12.2020
Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
09.12.2020
Sala er nú hafin á árskortum SÓ. Kortin eru á tilboði til áramóta svo nú er um að gera að græja sig fyrir veturinn.
09.12.2020
Í dag verður Bárubraut lokuð til kl 17:00 hið minnsta.
06.12.2020
Staðan hjá okkur í dag er betri en í gær ;-) Nú er verið að troða í Bárubraut líka.
04.12.2020
Nú er kominn meiri snjór hjá okkur og snjómoksturmenn Árna Helgasonar ehf eru farnir að moka snjó í brautina fyrir Fjarðargönguna!
04.12.2020
Í dag var troðin fyrsta göngubrautin þennan veturinn. Auðvitað verður troðið aftur í fyrramálið og um að gera að skella sér á skíði.
24.11.2020
Nú er komin smá föl sem reynist nóg til að hefja æfingar hjá krökkunum á skíðum.
14.11.2020
Í dag hófst vinna við að reisa tímatökuhúsið okkar og Helgi Reynir mætti og stækkaði og breikkaði flötina til suðurs, FRÁBÆRT!
05.11.2020
Ársþing Skíðasambands Íslands fer fram um 7. og 8. nóvember. Verður þingið haldið rafrænt í ljósi aðstæðna.