Fréttir

Skíðagöngubraut troðin í dag

Í dag verður troðinn skíðagöngubraut við knattspyrnuvöllinn og áætlum við að brautin verði klár kl 14:00

Sigurbjörn sigraði Ofurgönguna

Sigurbjörn Þorgeirsson sigraði í gær Ofurgönguna á Akureyri þegar hann gekk rúma 60km

Dæluskúr klæddur

Í dag mættu öflugir sjálfboðaliðar og klæddu dæluskúrinn fyrir snjóframleiðsluna.

Þjálfaranámskeið SKÍ

Um helgina fer fram námskeiðið Þjálfari 1 í skíðagöngu á vegum Skíðasambands Íslands á Ólafsfirði.

Tilboð á árskortum til áramóta

Nú er hafin sala á árskortum á skíðasvæðin á Ólafsfirði.

Takk fyrir komuna

Í dag héldum við upp á 20 ára afmæli Skíðafélags Ólafsfjarðar. Jólakvöld var í miðbæ Ólafsfjarðar og þar vorum við mætt með okkar tæki og tól auk þess sem við höfðum sett saman smá sögusýningu um skíðaíþróttina í Ólafsfirði.

UÍF selur Hól á Siglufirði

Eins og flestum er kunnugt um hefur Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar selt fasteign sína, Hól á Siglufirði. Skíðafélag Ólafsfjarðar er eitt af aðildarfélögum UIF og samþykkti eins og önnur íþróttafélög innan hreyfingarinnar að selja húsið. Yfirlýsing frá stjórn UIF fylgir hér fréttinni.

Skíðafélag Ólafsfjarðar 20 ára

Í dag, 18.október eru 20 ár frá stofnun Skíðafélags Ólafsfjarðar. Sá er þetta ritar er því miður ekki með þessa 20 ára sögu alveg á hreinu, en óhætt er að segja að félagið hefur alla tíð átt kjarna af fólki sem hefur unnið ómetanlegt starf í sjálfboðavinnu. Félagið hefur dafnað vel og mun vonandi gera það áfram um ókomna tíð.

Vinnudagur 4.sept

Á morgun laugardaginn 4.september ætlum við að hittast upp í skíðaskála og taka til hendinni. Mikilvægt að koma haustverkunum í gang og vonandi sjá einhverjir sér fært að mæta og aðstoða okkur.

Aðalfundur SÓ

Aðalfundur Skíðafélags Ólafsfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 25.maí kl 20 í skíðaskálanum í Tindaöxl.