01.10.2020
Í byrjun september setti SÓ upp hjólaratleik. Þátttakan var ekki mikil að þessu sinni en nú höfum við dregið út einn heppinn.
01.10.2020
Nú er búið að reisa bæði nýjan lyftuskúr og stangaskúr (geymslu). Húsin eru hvort um sig 14,8m2 og líta hrikalega vel út. Húsin hafa verið reist í sjálfboðavinnu og eru nánast fullfrágengin.
20.09.2020
Nú er vinna komin á fullt við að reisa nýjan lyftuskúr, stangaskúr og tímatökuhús fyrir skíðagöngu. Framkvæmdir hófust í fyrra en þá var skipt um jarðveg fyrir lyftuskúr og stangaskúr en nú er allt komið á fullt og klárast vonandi framkvæmdir fyrir veturinn.
02.09.2020
Skíðafélag Ólafsfjarðar setti upp ratleik í Bárubraut í byrjun ágúst. Nú hefur verið dregið úr þátttakendum og hljóta þau smá glaðning frá SÓ.
01.09.2020
Nú eru haustæfingar að hefjast hjá krökkunum okkar. Þjálfari er Jónína Kristjánsdóttir.