09.04.2021
Geggjað veðurútlit næstu daga. Nú kl 9:00 er búið að troða 7,5km hring í golfvellinum í Skeggjabrekkudal. Veður er frábært hæg breytileg átt, -3° og léttskýjað.
07.04.2021
Verið er að troða braut á Skeggjabrekku, ca 6-7km. Veður er þannig að það gengur á með éljum, -4°og nánast logn.
06.04.2021
Búið er að troða 7km hring á Skeggjabrekku. Veður er frábært, er að létta til, logn og -6°, gerist ekki betra.
05.04.2021
Í dag er fínasta veður, skýjað, nánast logn, -8° og snjóblinda. Verið er að troða braut á Skeggjabrekku og verður hún tilbúin um kl 10:30
03.04.2021
Í dag er mjög hvasst í firðinum fagra. SV 18m og 24m í hviðum og hiti 7°.
02.04.2021
Núna kl 9 er verið að troða skíðagöngubraut á Skeggjabrekkudal. Veður er frábært, sól, hiti 4° og gjóla.
01.04.2021
Núna kl 10 er búið að troða 6km hring í Skeggjabrekkudal. Logn er á dalnum en nokkur gjóla undir Óskbrekkufjalli.
27.03.2021
Í dag og næstu vikur verður skíðasvæðið í Tindaöxl lokað vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Skíðagöngubraut verður klár um kl 10 á Skeggjabrekkudal. Veður er nú frábært, sól, -10° og nánast logn.
25.03.2021
Þá er Covid skollið á okkur enn og aftur. Við bíðum átekta með að gefa út hver staðan er í raun hjá okkur og erum að leita upplýsinga.
17.03.2021
Troðarinn bilaði hjá okkur síðastliðinn sunnudag og var von á varahlutum í dag, sem því miður komu ekki og eru víst ekkert á leiðinni.