16.01.2021
Í dag er veðrið heldur betur að stríða okkur en þó nóg um að vera hjá okkur í dag.
12.01.2021
Veður er áfram geggjað hér í firðinum fagra en því miður ekkert bætt í snjóinn. Í dag er þó komin skíðagöngubraut á golfvellinum.
11.01.2021
Skíðafélag Ólafsfjarðar mun bjóða upp á snjóbrettaæfingar í vetur. Bjarney Lea Guðmundsdóttir sér um æfingar og námskeið.
10.01.2021
Nú ætlum við að skella í námskeið í skíðagöngu fyrir fullorðna. Námskeið 1 er ætlað byrjendum og farið er yfir helstu grunnþætti skíðagöngunnar.
10.01.2021
Í dag er veður frábært, kalt og nánast logn. Ekki hefur nú mikið snjóað hjá okkur en búið er að spora í Bárubraut og á knattspyrnuvellinum.
03.01.2021
Fyrirhugað er að halda byrjendanámskeið í alpagreinum við fyrsta tækifæri. Námskeiðið er hugsað fyrir börn fædd 2016 og eldri.
02.01.2021
Í gær sæmdi forseti Íslands 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Meðal annars fékk Björn Þór Ólafsson fyrrverandi íþróttakennari í Ólafsfirði, riddarakross fyrir framlag til skíðaíþrótta, félagsmála og menningarlífs í heimabyggð.
31.12.2020
Í dag er síðasti séns til að tryggja sér árskort hjá okkur á tilboði. Því miður er lítill snjór á skíðasvæðinu hjá okkur og í Bárubraut en troðinn verður gönguhringur á knattspyrnuvellinum og verður hann tilbúinn fyrir hádegi.
24.12.2020
Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
09.12.2020
Sala er nú hafin á árskortum SÓ. Kortin eru á tilboði til áramóta svo nú er um að gera að græja sig fyrir veturinn.